Bítlalögin í léttri kammer-sveiflu

Bandið á bak við eyrað.
Bandið á bak við eyrað.

Aðdáendur Bítlanna ættu að hafa hljómsveitarnafnið Bandið á bak við eyrað. Sveitin er sett saman af tónlistar- og leiklistarkennurum úr Borganesi en í síðasta mánuði vakti hún mikla lukku í heimabæ sínum með sérstökum tónleikum í maímánuði tileinkuðum Liverpool-sveitinni geðþekku.

Tónleikarnir þóttu ekki síður áhugaverðir vegna sérstakrar hljóðfæraskipanar sveitarinnar en Sigurður Rúnar Jónsson (betur þekktur sem Diddi fiðla) útsetti lögin sérstaklega fyrir píanó, gítar, bassa, fiðlu, óbó og klarinett. Ása Hlín Svavarsdóttir sér um forsöng. Segja má að þarna sé afar kammerskotin áferð á Bítlalögunum frægu.

Ekki þótti heldur verra að Bítla-séníið Ingólfur Margeirsson kynnti lögin með stuttri forsögu um hvert og eitt þeirra þar sem hann uppljóstraði m.a. tilurð nokkurra þeirra í smáatriðum.

„Við erum að taka alls kyns lög,“ segir Gunnar Ringsted gítarleikari en sveitin ætlar að endurtaka leikinn nú á fimmtudags- og föstudagskvöld í Landnámssetri Íslands á Borgarnesi. „Lög eins og Eleanore Rigby, When I'm Sixty Four, Norwegian Wood, Nowhere Man, She's Leaving Home og fleiri. Við gátum eitthvað stuðst við nótnabækur en Diddi útsetti svo fyrir okkur þegar eitthvað vantaði upp á. Þar á meðal má nefna margraddaðan söng og fleira.“

Gunnar segist vita til þess að fólk úr höfuðborginni hafi lagt leið sína í gegnum Hvalfjarðargöngin til þess að upplifa Bítlalögin í léttri kammer-sveiflu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka