Tískuhús ræktar eigin krókódíla

Vandasamt er að rækta krókódíla fyrir skinnaiðnaðinn.
Vandasamt er að rækta krókódíla fyrir skinnaiðnaðinn. Reuters

Franska tísku­vöru­húsið Her­mes hef­ur gripið til þess ráðs að rækta sína eig­in krókó­díla á bú­görðum í Ástr­al­íu til að anna eft­ir­spurn eft­ir leðurtösk­um. Viðskipta­vin­ir hafa á stund­um þurft að bíða í mörg ár eft­ir sum­um tösk­un­um sem unn­ar eru úr óvenju­leg­um skinna­teg­und­um.

„Það get­ur þurft húðir af þrem­ur til fjór­um krókó­díl­um í eina tösku frá okk­ur þannig að við erum far­in að rækta okk­ar eig­in krókó­díla í Ástr­al­íu," sagði Pat­rick Thom­as fram­kvæmda­stjóri í sam­tali við Reu­ters-frétta­stof­una.

Þess má geta að tösk­urn­ar geta kostað 35 þúsund evr­ur og jafn­vel meira eða um sex millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Það get­ur verið kostnaðarsamt að rækta krókó­díla vegna leðurs­ins því það þarf að halda dýr­un­um aðskild­um til að koma í veg fyr­ir bit og tanna­för og þrátt fyr­ir það má reikna með að þriðjung­ur dýra sem ræktuð eru drep­ist af eðli­leg­um or­sök­um.

Her­mes hef­ur þrátt fyr­ir sam­drátt og kreppu á heims­markaði ráðið tæp­lega 100 starfs­menn til starfa í leður­vinnsl­ur sín­ar á þessu ári en um 2000 manns vinna við þá iðju á verk­stæðum þeirra í Frakklandi.

Þrátt fyr­ir það ann­ar Her­mes ekki eft­ir­spurn og seg­ir Thom­as að starf­sem­in tak­markist af því að ekki sé hægt að þjálfa marga nýja hand­verks­menn í fag­inu í einu.


Þessi krókódílataska sást á Cannes fyrir skömmu.
Þessi krókó­dílataska sást á Cann­es fyr­ir skömmu. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason