Tískuhús ræktar eigin krókódíla

Vandasamt er að rækta krókódíla fyrir skinnaiðnaðinn.
Vandasamt er að rækta krókódíla fyrir skinnaiðnaðinn. Reuters

Franska tískuvöruhúsið Hermes hefur gripið til þess ráðs að rækta sína eigin krókódíla á búgörðum í Ástralíu til að anna eftirspurn eftir leðurtöskum. Viðskiptavinir hafa á stundum þurft að bíða í mörg ár eftir sumum töskunum sem unnar eru úr óvenjulegum skinnategundum.

„Það getur þurft húðir af þremur til fjórum krókódílum í eina tösku frá okkur þannig að við erum farin að rækta okkar eigin krókódíla í Ástralíu," sagði Patrick Thomas framkvæmdastjóri í samtali við Reuters-fréttastofuna.

Þess má geta að töskurnar geta kostað 35 þúsund evrur og jafnvel meira eða um sex milljónir íslenskra króna.

Það getur verið kostnaðarsamt að rækta krókódíla vegna leðursins því það þarf að halda dýrunum aðskildum til að koma í veg fyrir bit og tannaför og þrátt fyrir það má reikna með að þriðjungur dýra sem ræktuð eru drepist af eðlilegum orsökum.

Hermes hefur þrátt fyrir samdrátt og kreppu á heimsmarkaði ráðið tæplega 100 starfsmenn til starfa í leðurvinnslur sínar á þessu ári en um 2000 manns vinna við þá iðju á verkstæðum þeirra í Frakklandi.

Þrátt fyrir það annar Hermes ekki eftirspurn og segir Thomas að starfsemin takmarkist af því að ekki sé hægt að þjálfa marga nýja handverksmenn í faginu í einu.


Þessi krókódílataska sást á Cannes fyrir skömmu.
Þessi krókódílataska sást á Cannes fyrir skömmu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar