Tvíhöfði gubbar af gleði

Fá gríneyki, utan mögulega Halla og Ladda, hafa notið jafnmikilla vinsælda hérlendis og Tvíhöfði, sem samanstendur af þeim Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni.

Þann 19. júní næstkomandi kemur út tvöföld plata með Tvíhöfða, Gubbar af gleði, en slíkur gripur lét síðast á sér kræla árið 2001 (Konungleg skemmtun). Var það fjórða plata Tvíhöfða á jafn mörgum árum en áður höfðu komið út Sleikir hamstur (2000), Kondí fíling (1999) og Til hamingju (1998).

Platan sem nú kemur út er tvöföld. Önnur platan er efni frá því að þeir félagar voru í loftinu 2004 og hefur ekki komið út áður en hin platan er safn af því besta. Meðfylgjandi er umslag plötunnar, hnyttið tilbrigði við hið sígilda málverk American Gothic. Og nú er Sigurjón í hlutverki kvenmannsins, aldrei þessu vant.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka