Dagar Brangelinu taldir?

Brad Pitt og Angelina Jolie á Cannes-kvikmyndahátíðinni.
Brad Pitt og Angelina Jolie á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Reuters

Háværar sögusagnir eru nú á kreiki um að samband stjörnuparsins Brad Pitt og Angelinu Jolie sé að renna út í sandinn. Nýjasta sagan segir að það hafi verið algerlega misheppnað er Pitt flaug nýlega frá Los Angeles til Long Island í New York, þar sem Angelina dvelur, til að halda henni óvænta afmælisveislu. 

„Brad lagði sig fram um að vera með Angelinu. Hann var að vona að þeim myndi semja og að þau gætu skemmt sér saman,” segir ónefndur heimildarmaður tímaritsins In Touch Weekly. „Hann gaf henni málverk sem hann hafði látið mála af fjölskyldu þeirra og undirföt frá uppáhaldsverslun hennar Agent Provocateur.”

 Heimildarmaðurinn segir daginn þó ekki hafa reynst jafn ánægjulegan og Brad hafi vonast til þar sem Angelina hafi verið ósátt við sögusagnir um að hann hafi hitt fyrrum eiginkonu sína Jennifer Aniston. 

„Það gekk allt vel þangað til Angelina sakaði Brad um að hafa hitt  Jennifer í Los Angeles. Það varð heilmikil sprenging og nú sér Brad hlutina í enn dekkra ljósi en fyrr,” segir hinn ónefndi heimildarmaður.

Parið, sem á sex börn, hefur á undanförnum vikum vísað á bug fréttum af erfiðleikum í sambandi þeirra.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar