Neitar orðrómi um framhjáhald

Veronica Lario og Silvio Berlusconi.
Veronica Lario og Silvio Berlusconi. ALESSANDRO BIANCHI

Veronica Lario, fyrrverandi eiginkona Silvios Berlusconis forsætisráðherra Ítalíu, hafnar sögusögnum þess efnis að hún hafi átt sér viðhald og ítrekar að hún hafi ávallt verið manni sínum fyrrverandi trú.

-Síðustu vikurnar hef ég fylgst með persónulegum árásum í minn garð þar sem ráðist hefur verið að mannorði mínu og hjónabandi. Ég hef valið að svara því ekki á opinberum vettvangi,- skrifar Veronica Lario í ítalska dagblaðinu Corriere della Sera.

-Ég hef ávallt elskað [Berlusconi] og helgað lífi mínu hjónabandi okkar og fjölskyldu,- skrifar Lario, sem sótti um skilnað frá manni sínum. Hann er sem kunnugt er þekktur fyrir að vilja umgangast ungar fagrar stúlkur. Lario var önnur eiginkona Berlusconi, en þau voru gift í 19 ár og eiga saman þrjú börn.

Dagblaðið Libero, sem þykir hægrisinnað og vinveitt forsætisráðherranum, greindi frá því í maílok sl. að Lario hefði árum saman átt í ástarsambandi við lífvörð.


Berlusconi, sem er 72 ára, hefur á síðustu vikum verið undir miklum þrýstingi í fjölmiðlum um að útskýra samband sitt við hina 18 ára gömlu Noemi Letizia. Hann kynntist henni þegar hún var aðeins 17 ár gömul og mætti í 18 ára afmælisveislu hennar í apríl sl. Þar gaf hann henni gullhálsfesti alsetta demöntum sem metin er á ríflega milljón íslenskar krónur.

Fyrir tveimur árum bað Berlusconi eiginkonu sína opinberlega afsökunar eftir að hún skrifaði opið bréf í blöðin þar sem hún kvartaði undan áhuga hans á ungum sjónvarpsstúlkum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir