Breski leikarinn Hugh Grant réðst nýverið á ljósmyndara sem var að reyna að taka myndir af honum.
Grant var að yfirgefa veitingastað í New York með vini þegar hann sparkaði ónefndan paparazzi-ljósmyndara í jörðina eftir að ljósmyndarinn bauðst til að vísa honum á leigubíl.
Fyrst í stað leit allt vel út og Grant virtist deila brandara með ljósmyndaranum. Eftir að honum var ráðlagt að fara í aðra átt til að ná sér í leigubíl gekk Grant framhjá ljósmyndaranum og réðst á hann. Ljósmyndarinn spurði leikarann hvað væri eiginlega að honum. Aðrir ljósmyndarar á svæðinu hvöttu hann til að höfða mál gegn Grant en margar myndir náðust af atvikinu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grant ræðst að paparazzi-ljósmyndurum. Árið 2007 henti hann dós af bökuðum baunum að hóp ljósmyndara sem voru að reyna að taka mynd af fyrrverandi kærustu hans, Liz Hurley. Hann var ekki kærður fyrir það atvik.