Nýr matreiðsluþáttur á Skjá einum

Hrefna Rósa Sætran
Hrefna Rósa Sætran

Skjár Einn stendur vaktina í íslenskri þáttagerð með prýði nú um stundir. Nýtt útlit – sem vakti gríðarlega athygli – hefur nýlokið göngu sinni en brátt fara í loftið tveir nýir þættir. Magasínþátturinn Monitor, sem tengist samnefndu riti, fer í loftið 24. júní og tveimur dögum fyrr verður nýr matreiðsluþáttur, Matarklúbburinn, frumsýndur. Þátturinn er í umsjón Hrefnu Rósu Sætran, margverðlaunaðs landliðskokks en hún er jafnframt eigandi og yfirkokkur á veitingastaðnum Fiskmarkaðnum.

„Það hefur vantað svona þátt í íslenskt sjónvarp og þetta efni er gríðarlega vinsælt. Ég veit að margir horfa t.d. mjög stíft á BBC Food,“ segir Hrefna.

„Við setjum þetta þannig upp að ég er í heimaeldhúsi. Ég er ekki í kokkagalla, þannig að sniðið er afslappað og óformlegt, a la Nigella og Jamie Oliver. Við reynum að hafa þetta létt og skemmtilegt en þetta gengur út á að gefa fólki hugmyndir um hvað er hægt að gera og „afrugla“ hlutina. Fólk sér kannski flókna rétti á veitingastöðum sem eru síðan ekkert flóknir ef nánar er að gáð.“

Hrefna segir þættina, sem verða hálftíma langir, þemabundna, í einum þætti verður sýnt hvernig elda skal fyrir fjölskyldu, svo er saumaklúbburinn tekinn fyrir, kósíkvöld kærustuparsins o.s.frv.

„Svo koma gestir í endann og borða það sem ég hef verið að matreiða. Það fer ekkert til spillis!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir