Bresk kirkja hefur brugðið á það ráð að syngja texta írsku rokksveitarinnar U2 við óhefðbundnar messur. Nýlundan er viðleitni til að laða að ungt fólk að kirkjunni.
Meðal laga sem sungin eru má nefna „Mysterious Ways“ og „One“ af Achtung Baby og „I Still Haven't Found What I'm Looking For“ af söluhæstu skífu sveitarinnar, Joshua Tree.
Messurnar fara fram í St. Swithin's kirkju í Lincoln en kirkjan er ekki sú fyrsta til að heimila flutning á lögum Íranna í guðshúsi.
Margir textar Bonos, söngvara sveitarinnar, eru þannig afar trúarlegir og hafa ófáir guðfræðingar orðið til að benda á þessa ef til vill lítt þekktu staðreynd.
Presturinn Sue Wallace er hæstánægð með tilraunina enda hafi viðbrögðin verið framar vonum.