Utan gátta fékk flest verðlaun

Þjóðleikhússtjóri, höfundur og leikstjóri Utan gátta tóku við Grímunni fyrir …
Þjóðleikhússtjóri, höfundur og leikstjóri Utan gátta tóku við Grímunni fyrir sýningu ársins. mbl.is/Eggert

Leiksýningin Utan gátta eftir Sigurð Pálsson, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu, fékk flest verðlaun, sex talsins, þegar Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin, voru afhent í Borgarleikhúsinu í kvöld. Utan gátta var meðal annars valin sýning ársins. Björn Thors og Harpa Arnardóttir voru valin leikarar ársins, Björn fyrir Vestrið eina og Harpa fyrir Steina í djúpinu.

Helgi Tómasson, listdansstjóri San Francisco-ballettsins fékk heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu danslistar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Helga verðlaunin.

Helgi sagði, að þessi heiður væri afar ánægjulegur, sérstaklega að fá hann frá íslenskum listamönnum. Hann sagði ánægjulegt að fá viðurkenninguna veitta á þessu ári því nú væru 45 ár liðin frá því hann og Marlene, eiginkona hans, giftu sig í Reykjavík.

Nöfnurnar Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, afhentu verðlaun fyrir sýningu ársins. Katrín Jakobsdóttir sagði m.a. að hún tryði því að listin yrði meðal þeirra þátta, sem kæmu Íslandi á lappirnar á ný og upp úr kreppunni.   

Listi yfir verðlaunahafana er eftirfarandi:

Sýning ársins

Leiksýningin Utan gátta eftir Sigurð Pálsson í sviðssetningu
Þjóðleikhússins. 

Leikskáld ársins

Sigurður Pálsson fyrir leikverkið Utan gátta.

Leikstjóri ársins

Kristín Jóhannesdóttir fyrir leikstjórn í leiksýningunni Utan gátta.

Leikari ársins í aðalhlutverki

Björn Thors fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vestrinu eina í
sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.

Leikkona ársins í aðalhlutverki

Harpa Arnardóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinar í
djúpinu í sviðssetningu Lab Loka og Hafnarfjarðarleikhússins.

Leikari ársins í aukahlutverki

Bergur Þór Ingólfsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni
Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.

Leikkona ársins í aukahlutverki

Birna Hafstein fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinar í djúpinu.

Leikmynd ársins

Gretar Reynisson fyrir leikmynd í leiksýningunni Utan gátta.

Búningar ársins

Gretar Reynisson fyrir búninga í leiksýningunni Utan gátta.

Lýsing ársins

Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Utan gátta.

Tónlist ársins

Guðni Franzson fyrir tónlist í leiksýningunni Steinar í djúpinu. 

Hljóðmynd ársins

Gísli Galdur Þorgeirsson fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna.

Söngvari ársins

Valgerður Guðnadóttir fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Söngvaseiður í
sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.

Dansari ársins

Margrét Bjarnadóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Húmanímal.

Danshöfundur ársins

Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir fyrir kóreógrafíu í
leiksýningunni Húmanímal.

Barnasýning ársins 

Leiksýningin Bólu-Hjálmar eftir Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í sviðssetningu Stoppleikhópsins.  Leikstjórn annaðist Ágústa Skúladóttir.

Útvarpsverk ársins

Útvarpsleikritið Yfirvofandi eftir Sigtrygg Magnason. Tónlist eftir
Úlf Eldjárn. Hljóðsetning Einar Sigurðsson. Leikstjórn annaðist Bergur
Þór Ingólfsson.

Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Helga Tómassyni heiðursverðlaunin.
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Helga Tómassyni heiðursverðlaunin. mbl.is/Eggert
Árni Tryggvason og Viðar Eggertsson veittu verðlaun fyrir barnasýningu ársins.
Árni Tryggvason og Viðar Eggertsson veittu verðlaun fyrir barnasýningu ársins. mbl.is/Eggert
Jóhann G. Jóhannsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir voru kynnar á …
Jóhann G. Jóhannsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir voru kynnar á verðlaunahátíðinni.
Atriði úr söngleiknum Grease var meðal skemmtiatriða.
Atriði úr söngleiknum Grease var meðal skemmtiatriða. mbl.is/Eggert
Grétar Reynisson fékk verðlaun bæði fyrir leikmynd og búninga.
Grétar Reynisson fékk verðlaun bæði fyrir leikmynd og búninga.
Birna Hafstein, sem var valin leikkona ársins í aukahlutverki, er …
Birna Hafstein, sem var valin leikkona ársins í aukahlutverki, er kona ekki einsömul. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan