Vefsíðan tonlist.is og Rás 2 hafa undanfarið staðið fyrir valinu á 100 bestu plötum Íslandssögunnar, hvorki meira né minna.
Valið stóð á milli 485 íslenskra platna sem innihéldu frumútgefnar upptökur og uppfylltu hefðbundin skilyrði um að teljast breiðskífur eða LP plötur. Það var 100 manna dómnefnd, auk atkvæða frá almenningi, sem úrskurðaði hvaða 100 plötur þættu bestar í þessum hópi.
Í gær voru lokaniðurstöður svo kunngjörðar, Ágætis byrjun Sigur Rósar þótti besta plata Íslandssögunnar. Á hæla hennar fylgdu svo Lifun með Trúbroti og Á bleikum náttkjólum Megasar og Spilverks þjóðanna.
Þar voru valdar bestu plötur síðustu aldar og Ágætis byrjun kom sér fyrir í efsta sæti þess lista. Í næstu sætum voru Debut með Björk og Á bleikum náttkjólum.
Þrettán þeirra platna sem rötuðu á topp 20 árið 2001 er að finna á hinum nýja lista yfir 20 bestu plöturnar en þá komu að sjálfsögðu ekki til greina plötur sem komið höfðu út eftir aldamót. Fimm plötur á listanum nú komu út eftir árið 2001.
2. Lifun - Trúbrot
3. Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk þjóðanna
4. Hinn íslenzki Þursaflokkur - Þursaflokkurinn
5. Sumar á Sýrlandi - Stuðmenn
6. Debut - Björk
7. Gling-Gló - Björk Guðmundsdóttir & Tríó Guðmundar Ingólfssonar
8. Ísbjarnarblús - Bubbi Morthens
9. Með suð í eyrum við spilum endalaust - Sigur Rós
10. Sturla - Spilverk þjóðanna
11. Me and Armini - Emilíana Torrini
12. Hana nú - Vilhjálmur Vilhjálmsson
13. Fisherman´s Woman - Emilíana Torrini
14. Life´s Too Good - Sykurmolarnir
15. Með allt á hreinu - Stuðmenn
16. Einu sinni var - Vísur úr Vísnabókinni - Björgvin Halldórsson og Gunnar Þórðarson
17. Lög unga fólksins - Hrekkjusvín
18. Kona - Bubbi Morthens
19. Mugimama is this monkeymusic - Mugison
20. Takk - Sigur Rós