Leikkonan America Ferrera segir að það taki marga klukkutíma að gera hana ljóta. Leikkonan sem leikur hina forljótu Betty Suarez í bandaríska sjónvarpsþættinum Ugly Betty segir að það þurfi blóð, svita og tár til að breyta henni í persónu sína og að fólk verði ávallt mjög hissa þegar það sjái hana án farða, gleraugna og teina auk alls farðans sem til þarf.
Hins vegar geti hún vel fundið sig í persónu Ljótu Betty því hún hafi sjálf þurft að takast á við fordóma annarra gagnvart útliti hennar en Ferrera fæddist í Hondúras og fluttist til Bandaríkjanna með foreldrum sínum. Fyrstu skólaárin hafi verið henni erfið og hún hafi oft velt því fyrir sér hvort hún myndi nokkurn tímann falla í hópinn.