The Stig afhjúpaður - kannski

The Stig.
The Stig.

The Stig, ökuþór­inn dul­ar­fulli sem kem­ur fram í bresku bílaþátt­un­um Top Gear, var „af­hjúpaður" í fyrsta þætti nýrr­ar þátt­araðar, sem breska sjón­varpið BBC sýndi í gær. The Stig tók af sér hjálm­inn og við blasti þýski ökumaður­inn Michael Schumacher, sig­ur­sæl­asti Formúlu-1 ökuþór fyrr og síðar.

En Jeremy Cl­ark­son, stjórn­andi þátt­ar­ins, virt­ist sjálf­ur ef­ast um að þessi af­hjúp­un væri raun­veru­leg.

„Ég held ekki að Michael Schumacher sé Stig," sagði hann.

Cl­ark­son hafði áður sagt í dálki í blaðinu The Sun, að það myndi koma afar mikið á óvart hver Stig væri í raun.  „Sem sjón­varps­augna­blin verður þessu jafnað sam­an við það þegar Neil Armstrong gekk á tungl­inu... og J.R. Ew­ing var skot­inn," sagði hann. 

Eft­ir þátt­inn vildi talsmaður BBC ekki upp­lýsa hvort Schumacher væri í raun Stig eða hvort um hefði verið að ræða aug­lýs­inga­brellu til að kynna nýju þáttaröðina. „Menn verða að hafa í huga að Top Gear er skemmtiþátt­ur. Við upp­lýs­um aldrei hver The Stig er."

Perry McCart­hy, fyrr­um Formúlu 1 ökuþór, var upp­haf­lega í hlut­verki Stig og klædd­ist svört­um sam­fest­ingi í þátt­un­um. Nýr Stig, hvít­klædd­ur, tók við árið 2002 eft­ir að McCart­hy upp­lýsti um hlut­verk sitt í sjálfsævi­sögu. 

Michael Schumacher.
Michael Schumacher. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert heimakær og ferðast helst ekki nema nauðsyn krefji. Taktu gleði þína því þú munt sjá að ótti þinn var ástæðulaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert heimakær og ferðast helst ekki nema nauðsyn krefji. Taktu gleði þína því þú munt sjá að ótti þinn var ástæðulaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant