The Stig afhjúpaður - kannski

The Stig.
The Stig.

The Stig, ökuþórinn dularfulli sem kemur fram í bresku bílaþáttunum Top Gear, var „afhjúpaður" í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar, sem breska sjónvarpið BBC sýndi í gær. The Stig tók af sér hjálminn og við blasti þýski ökumaðurinn Michael Schumacher, sigursælasti Formúlu-1 ökuþór fyrr og síðar.

En Jeremy Clarkson, stjórnandi þáttarins, virtist sjálfur efast um að þessi afhjúpun væri raunveruleg.

„Ég held ekki að Michael Schumacher sé Stig," sagði hann.

Clarkson hafði áður sagt í dálki í blaðinu The Sun, að það myndi koma afar mikið á óvart hver Stig væri í raun.  „Sem sjónvarpsaugnablin verður þessu jafnað saman við það þegar Neil Armstrong gekk á tunglinu... og J.R. Ewing var skotinn," sagði hann. 

Eftir þáttinn vildi talsmaður BBC ekki upplýsa hvort Schumacher væri í raun Stig eða hvort um hefði verið að ræða auglýsingabrellu til að kynna nýju þáttaröðina. „Menn verða að hafa í huga að Top Gear er skemmtiþáttur. Við upplýsum aldrei hver The Stig er."

Perry McCarthy, fyrrum Formúlu 1 ökuþór, var upphaflega í hlutverki Stig og klæddist svörtum samfestingi í þáttunum. Nýr Stig, hvítklæddur, tók við árið 2002 eftir að McCarthy upplýsti um hlutverk sitt í sjálfsævisögu. 

Michael Schumacher.
Michael Schumacher. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka