Ræningjar á ellilaunum

Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið hóp mannræningja, sem rændi 56 ára gömlum  manni og krafðist lausnargjalds. Athygli vekur, að ræningjarnir voru á sjötugs- og áttræðisaldri.

Lögreglan handtók hjón, 74 og 79 ára, og önnur hjón, 63 og 66 ára, og sextugan Bandaríkjamann eftir að sérsveitarmenn réðust inn í kjallara í bænum Chieming, nálægt austurrísku landamærunum. Þar fannst fórnarlambið, 56 ára gamall karlmaður.  

Lögreglan segir, að Bandaríkjamaðurinn og elsti karlmaðurinn í hópnum hafi ráðist á fórnarlambið á laugardag fyrir rúmri viku í Speyer, nálægt Heidelberg,  bundið hann með límbandi og sett í skott á bíl.  Þeir óku síðan  um 450 km leið að  Chieming.  Þar var manninum haldið föngnum í kjallara í fjóra sólarhringa. 

Lögregla segir, að manninum hafi einnig verið misþyrmt, að því er virðist eftir að hann reyndi að flýja.  

Ræningjarnir leyfðu manninum að hringja eitt símtal til að koma á framfæri kröfu um launsnargjald. Honum tókst í símtalinu að veita upplýsingar um hvar hann væri í haldi og í kjölfarið gerði lögreglan áhlaup á húsið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar