Hættur við brúðkaupið

Rachel Hunter
Rachel Hunter

Kanadíska ís­hokkís­tjarn­an Jarret Stoll er sagður hafa hætt við brúðkaup sitt og fyr­ir­sæt­unn­ar Rachel Hun­ter tveim­ur mánuðum áður en brúðkaupið átti að fara fram. Er Hun­ter, sem áður var gift rokk­ar­an­um Rod Stew­art, sögð niður­brot­in vegna þessa. 

„Rachel er al­ger­lega niður­brot­in. Það var allt til­búið fyr­ir brúðkaup þeirra. Hún var búin að panta sal, láta sérsauma brúðar­kjól og út­búa gestal­ista," seg­ir ónefnd­ur heim­ild­armaður breska blaðsins The Sun.

„Hún hef­ur ekki hug­mynd um hvers vegna Jarret gerði þetta en það hljóm­ar eins og sí­gilt dæmi um brúðguma sem guggn­ar. Hann er tölu­vert yngri en hún.” 

Til hafði staðið að Hun­ter, sem er 39 ára, og Stoll, sem er 27 ára, giftu sig þann 14. ág­úst en þau trú­lofuðu sig síðasta sum­ar.

Stoll er nú sagður hafa sent þeim, sem boðið hafði verið í brúðkaupið, tölvu­póst þar sem hann til­kynn­ir þeim að ekk­ert verði af brúðkaup­inu. 

Börn Rachel og Rod,  Renee 17 ára, og Liam, 14 ára eru einnig sögð mjög ósátt við lykt­ir máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Dagblöð, lagatexti, minnisblöð og þess háttar felur í sér vísbendingar. Sýndu þolinmæði gagnvart mönnum og málefnum og sæktu það sem þú vilt með lipurð og festu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Dagblöð, lagatexti, minnisblöð og þess háttar felur í sér vísbendingar. Sýndu þolinmæði gagnvart mönnum og málefnum og sæktu það sem þú vilt með lipurð og festu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir