Hættur við brúðkaupið

Rachel Hunter
Rachel Hunter

Kanadíska íshokkístjarnan Jarret Stoll er sagður hafa hætt við brúðkaup sitt og fyrirsætunnar Rachel Hunter tveimur mánuðum áður en brúðkaupið átti að fara fram. Er Hunter, sem áður var gift rokkaranum Rod Stewart, sögð niðurbrotin vegna þessa. 

„Rachel er algerlega niðurbrotin. Það var allt tilbúið fyrir brúðkaup þeirra. Hún var búin að panta sal, láta sérsauma brúðarkjól og útbúa gestalista," segir ónefndur heimildarmaður breska blaðsins The Sun.

„Hún hefur ekki hugmynd um hvers vegna Jarret gerði þetta en það hljómar eins og sígilt dæmi um brúðguma sem guggnar. Hann er töluvert yngri en hún.” 

Til hafði staðið að Hunter, sem er 39 ára, og Stoll, sem er 27 ára, giftu sig þann 14. ágúst en þau trúlofuðu sig síðasta sumar.

Stoll er nú sagður hafa sent þeim, sem boðið hafði verið í brúðkaupið, tölvupóst þar sem hann tilkynnir þeim að ekkert verði af brúðkaupinu. 

Börn Rachel og Rod,  Renee 17 ára, og Liam, 14 ára eru einnig sögð mjög ósátt við lyktir málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir