Ronaldo ekki nógu flottur fyrir Paris

Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo Reuters

Vinir bandaríska samkvæmisljónsins Paris Hilton segja hana hafa sparkað fótboltakappanum Cristiano Ronaldo þar sem hann haf verið of stelpulegur fyrir hana.

„Hún vill hafa sína menn karlmannlega og út frá hennar sjónarhóli kom bara í ljós að Ronaldo er alger tepra,” segir ónefndur heimildarmaður tímaritsins National Enquirer. „Hún vissi að vinir hennar myndu hlæja færi hún að ganga um með manni sem gengur með blóm í hárinu.” 

Þá segir heimildarmaðurinn Hilton hafa fundist Ronaldo of upptekin af þeirri athygli sem vinátta þeirra hafi vakið.

„Hann var of meðvitaður til að henni þætti hann heillandi,” segir hann. „Að lokum komst Paris bara að því að samband þeirra væri bara ekki að smella. Hún fékk að kynnast konum og komst að því að henni finnst hann bara ekki nærri nógu flottur.”

Paris Hilton
Paris Hilton Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir