Aniston aftur á séns

Bradley Cooper
Bradley Cooper

Kvikmyndaleikkonan Jennifer Aniston er nú sögð vera að slá sér upp með leikaranum Bradley Cooper, sem lék með  henni í myndinni He’s Just Not That Into You.

„Jennifer er mjög spennt. Hún finnur fyrir tengingu við Bradley," segir ónefndur heimidarmaður tímarisins America’s Star.

Cooper, sem er 34 ára og þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Hangover og All About Steve, er einnig sagður hafa sagt vinum sínum að hann sé hrifinn af leikkonunni.

Hann hefur hins vegar lítið vilja gefa út á samband þeirra opinberlega. „Ég er einhleypur. Ég hef bara hitt hana þrisvar á ævi minni en ég er mjög upp með mér," sagði hann er hann var nýlega spurður út í hið meinta samband.

Cooper var áður kvæntur leikkonunni Jennifer Esposito en þau skildu árið 2007 eftir fimm mánaða hjónaband. Aniston var áður gift leikaranum Brad Pitt.

Jennifer Aniston
Jennifer Aniston Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar