Michael Jackson er látinn

Michael Jackson á blaðamannafundi í Lundúnum nýlega.
Michael Jackson á blaðamannafundi í Lundúnum nýlega. Reuters

Stór­stjarn­an Michael Jackson lést af völd­um hjarta­áfalls klukk­an rúm­lega níu í kvöld að ís­lensk­um tíma, það hef­ur verið staðfest af yf­ir­völd­um í Los Ang­eles-sýslu.

„Ég get sagt ykk­ur nú að okk­ar var til­kynnt af lög­regl­unni í Los Ang­eles að Hr. Jackson var flutt­ur (...) á sjúkra­húsið, og er hann var lagður inn var hann meðvit­und­ar­laus og úr­sk­urðaður lát­inn um klukk­an 2:26 í eft­ir­miðdag­inn (21:26 ísl. tími), sagði Fred Corral, talsmaður yf­ir­valda. Corral sagði jafn­framt að lík Jacksons yrði lík­lega krufið á föstu­dag.

Hringt var á neyðarlín­una 911 klukk­an 20:21 í kvöld, frá heim­ili hans í Holmbly Hills, að sögn frétta­vefjar­ins TMZ.  Jackson var hann var fimm­tug­ur og læt­ur eft­ir sig þrjú börn.

 Michael Jackson vann að und­ir­bún­ingi tón­leik­araðar sem átti að hefjast í London þann 13. júlí. Tón­leikaröðin átti að marka end­ur­komu hans í tón­list­ar­heim­inn, en jafn­framt að vera hans síðasta.  Jackson hafði ekki komið fram á tón­leik­um í yfir ára­tug. Hann hafði seinkað tón­leik­un­um í London en tals­menn hans neituðu því að það stæði í tengsl­um við heilsu hans.

Um­deild­ur en vin­sæll

Michael Jac­son lifði ein­angruðu lífi eft­ir að hann var sýknaður af ákæru um kyn­ferðiaf­brot gegn ung­um dreng árið 2005 og að hafa ráðgert að ræna drengn­um. Þrátt fyr­ir sýkn­un hafði ákær­an al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir fer­il Jackson.

Jackson var fædd­ur 29. ág­úst 1958 og kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið ásamt fjór­um eldri bræðrum sín­um í Jackson Five poppsveit­inni þar sem hann var aðal­söngv­ari. Þrátt fyr­ir mikl­ar vin­sæld­ir minnt­ist Jackson þess­ara ára sem full­um óham­ingju og ein­mana­leika.

Michael Jackson gaf út fyrstu sóló­plöt­una sína „Off the Wall“ árið 1979 og seld­ist hún í 10 millj­ón­um ein­taka. Árið 1982 kom svo út plat­an „Thriller“ sem reynd­ist mest selda plata allra tíma en hún seld­ist í yfir 41 millj­ón ein­taka. Plat­an „Bad“ kom út árið 1987 (20 millj­ón ein­taka seld) og „Dan­gerous“ árið 1991 (21 millj­ón ein­taka seld).  

Árið 1991 und­ir­ritaði Jackson samn­ing við Sony Music sem hef­ur verið nefnd­ur arðbær­asti samn­ing­ur tón­list­ar­manns. Hlut­ur Jackson var ekki gef­inn upp en Sony mat sölu­mögu­leik­ana á millj­arð Banda­ríkja­dala.

Líf Michael Jackson var skraut­legt og var hann vin­sælt efni slúður­blaða m.a. vegna um­tals­verðra lýtaaðgerða og ákæru um kyn­ferðisof­beldi gegn ung­um dreng sem var sett fram árið 1993 uns Jackson var sýknaður árið 2005.

Michael Jackson kvænt­ist Lisa Marie Presley, dótt­ur El­vis Presley árið 1994 en þau skyldu eft­ir tæp tvö ár. Hann kvænt­ist svo Debbie Rowe, hjúkr­un­ar­konu sem hann kynnt­ist er hann fór í lýtaaðgerð árið 1997. Þau eignuðust tvö börn, Prince Michael og Par­is Michael Kat­her­ine áður en þau skildu árið 1999.

Jackson var með for­ræði yfir börn­un­um tveim­ur auk þess þriðja, Prince Michael II, sem Jackson eignaðist með óþekktri konu.

Michael Jackson
Michael Jackson
Michael Jackson á hátindi ferils síns.
Michael Jackson á há­tindi fer­ils síns.
Verk Jeffs Koons í Listasafni Íslands, Michael Jackson og Bubbles.
Verk Jeffs Koons í Lista­safni Íslands, Michael Jackson og Bubbles. mbl.is/ÞÖ​K
Kim Wilde ásamt Michael Jackson árið 1988.
Kim Wilde ásamt Michael Jackson árið 1988.
Michael Jackson syngur á verðlaunahátíð í Lundúnum 2006.
Michael Jackson syng­ur á verðlauna­hátíð í Lund­ún­um 2006. Reu­ters
Debbie Rowe, fyrrum eiginkona Jacksons. Þau eignuðst tvö börn saman.
Debbie Rowe, fyrr­um eig­in­kona Jacksons. Þau eignuðst tvö börn sam­an. Reu­ters
Jermaine og Janet Jackson eftir að bróðir þeirra Michael Jackson …
Jermaine og Janet Jackson eft­ir að bróðir þeirra Michael Jackson var sýknaður af ákæru fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn börn­um. AP
Michael Jackson kemur til dómshúss í Santa Maria árið 2005 …
Michael Jackson kem­ur til dóms­húss í Santa Maria árið 2005 ásamt systr­um sín­um La Toya og Janet. AP
Michael Jackson og faðir hans Joe Jackson.
Michael Jackson og faðir hans Joe Jackson. AP
Michael Jackson á tónlistarhátíð í Las Vegas í október 2003.
Michael Jackson á tón­list­ar­hátíð í Las Vegas í októ­ber 2003. AP
Michael Jackson var formlega ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni …
Michael Jackson var form­lega ákærður fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart barni árið 2005. AP
Michael Jackson og James Brown.
Michael Jackson og James Brown. AP
Bandaríska leikkonan Halle Berry og Michael Jackson.
Banda­ríska leik­kon­an Halle Berry og Michael Jackson.
Michael Jackson vakti furðu og hneykslun þegar hann son sinn …
Michael Jackson vakti furðu og hneyksl­un þegar hann son sinn hanga fram af svöl­um hót­els í Þýskalandi. AP
Michael Jackson barn að aldri.
Michael Jackson barn að aldri.
Michael Jackson barn að aldri.
Michael Jackson barn að aldri.
Michael Jackson
Michael Jackson AP
Michael Jackson í vitnastúku. Ljóst var að lýtaaðgerðir sem hann …
Michael Jackson í vitna­stúku. Ljóst var að lýtaaðgerðir sem hann gekkst und­ir höfðu ekki tek­ist ve. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þér finnst annað fólk treysta um of á þig til þess að hjólin snúist. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipti röllu máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell