Michael Jackson er látinn

Michael Jackson á blaðamannafundi í Lundúnum nýlega.
Michael Jackson á blaðamannafundi í Lundúnum nýlega. Reuters

Stórstjarnan Michael Jackson lést af völdum hjartaáfalls klukkan rúmlega níu í kvöld að íslenskum tíma, það hefur verið staðfest af yfirvöldum í Los Angeles-sýslu.

„Ég get sagt ykkur nú að okkar var tilkynnt af lögreglunni í Los Angeles að Hr. Jackson var fluttur (...) á sjúkrahúsið, og er hann var lagður inn var hann meðvitundarlaus og úrskurðaður látinn um klukkan 2:26 í eftirmiðdaginn (21:26 ísl. tími), sagði Fred Corral, talsmaður yfirvalda. Corral sagði jafnframt að lík Jacksons yrði líklega krufið á föstudag.

Hringt var á neyðarlínuna 911 klukkan 20:21 í kvöld, frá heimili hans í Holmbly Hills, að sögn fréttavefjarins TMZ.  Jackson var hann var fimmtugur og lætur eftir sig þrjú börn.

 Michael Jackson vann að undirbúningi tónleikaraðar sem átti að hefjast í London þann 13. júlí. Tónleikaröðin átti að marka endurkomu hans í tónlistarheiminn, en jafnframt að vera hans síðasta.  Jackson hafði ekki komið fram á tónleikum í yfir áratug. Hann hafði seinkað tónleikunum í London en talsmenn hans neituðu því að það stæði í tengslum við heilsu hans.

Umdeildur en vinsæll

Michael Jacson lifði einangruðu lífi eftir að hann var sýknaður af ákæru um kynferðiafbrot gegn ungum dreng árið 2005 og að hafa ráðgert að ræna drengnum. Þrátt fyrir sýknun hafði ákæran alvarlegar afleiðingar fyrir feril Jackson.

Jackson var fæddur 29. ágúst 1958 og kom fyrst fram á sjónarsviðið ásamt fjórum eldri bræðrum sínum í Jackson Five poppsveitinni þar sem hann var aðalsöngvari. Þrátt fyrir miklar vinsældir minntist Jackson þessara ára sem fullum óhamingju og einmanaleika.

Michael Jackson gaf út fyrstu sólóplötuna sína „Off the Wall“ árið 1979 og seldist hún í 10 milljónum eintaka. Árið 1982 kom svo út platan „Thriller“ sem reyndist mest selda plata allra tíma en hún seldist í yfir 41 milljón eintaka. Platan „Bad“ kom út árið 1987 (20 milljón eintaka seld) og „Dangerous“ árið 1991 (21 milljón eintaka seld).  

Árið 1991 undirritaði Jackson samning við Sony Music sem hefur verið nefndur arðbærasti samningur tónlistarmanns. Hlutur Jackson var ekki gefinn upp en Sony mat sölumöguleikana á milljarð Bandaríkjadala.

Líf Michael Jackson var skrautlegt og var hann vinsælt efni slúðurblaða m.a. vegna umtalsverðra lýtaaðgerða og ákæru um kynferðisofbeldi gegn ungum dreng sem var sett fram árið 1993 uns Jackson var sýknaður árið 2005.

Michael Jackson kvæntist Lisa Marie Presley, dóttur Elvis Presley árið 1994 en þau skyldu eftir tæp tvö ár. Hann kvæntist svo Debbie Rowe, hjúkrunarkonu sem hann kynntist er hann fór í lýtaaðgerð árið 1997. Þau eignuðust tvö börn, Prince Michael og Paris Michael Katherine áður en þau skildu árið 1999.

Jackson var með forræði yfir börnunum tveimur auk þess þriðja, Prince Michael II, sem Jackson eignaðist með óþekktri konu.

Michael Jackson
Michael Jackson
Michael Jackson á hátindi ferils síns.
Michael Jackson á hátindi ferils síns.
Verk Jeffs Koons í Listasafni Íslands, Michael Jackson og Bubbles.
Verk Jeffs Koons í Listasafni Íslands, Michael Jackson og Bubbles. mbl.is/ÞÖK
Kim Wilde ásamt Michael Jackson árið 1988.
Kim Wilde ásamt Michael Jackson árið 1988.
Michael Jackson syngur á verðlaunahátíð í Lundúnum 2006.
Michael Jackson syngur á verðlaunahátíð í Lundúnum 2006. Reuters
Debbie Rowe, fyrrum eiginkona Jacksons. Þau eignuðst tvö börn saman.
Debbie Rowe, fyrrum eiginkona Jacksons. Þau eignuðst tvö börn saman. Reuters
Jermaine og Janet Jackson eftir að bróðir þeirra Michael Jackson …
Jermaine og Janet Jackson eftir að bróðir þeirra Michael Jackson var sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn börnum. AP
Michael Jackson kemur til dómshúss í Santa Maria árið 2005 …
Michael Jackson kemur til dómshúss í Santa Maria árið 2005 ásamt systrum sínum La Toya og Janet. AP
Michael Jackson og faðir hans Joe Jackson.
Michael Jackson og faðir hans Joe Jackson. AP
Michael Jackson á tónlistarhátíð í Las Vegas í október 2003.
Michael Jackson á tónlistarhátíð í Las Vegas í október 2003. AP
Michael Jackson var formlega ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni …
Michael Jackson var formlega ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni árið 2005. AP
Michael Jackson og James Brown.
Michael Jackson og James Brown. AP
Bandaríska leikkonan Halle Berry og Michael Jackson.
Bandaríska leikkonan Halle Berry og Michael Jackson.
Michael Jackson vakti furðu og hneykslun þegar hann son sinn …
Michael Jackson vakti furðu og hneykslun þegar hann son sinn hanga fram af svölum hótels í Þýskalandi. AP
Michael Jackson barn að aldri.
Michael Jackson barn að aldri.
Michael Jackson barn að aldri.
Michael Jackson barn að aldri.
Michael Jackson
Michael Jackson AP
Michael Jackson í vitnastúku. Ljóst var að lýtaaðgerðir sem hann …
Michael Jackson í vitnastúku. Ljóst var að lýtaaðgerðir sem hann gekkst undir höfðu ekki tekist ve. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar