Jackson í 15 efstu sætunum

Meistaraverkið Thriller.
Meistaraverkið Thriller.

Poppsnillingurinn Michael Jackson raðar sér í 15 efstu sæti metsölulista Amazon. Thriller er að sjálfsögðu á toppnum. Þá hafa milljónir manna rifjað upp kynni sín af söngvaranum á YouTube. Hann er einnig í 22., 23., 25., 26., 31., 33., 34., 35. og 39. sæti á topp 40 á Amazon.

Thriller er söluhæsta plata Jacksons en samkvæmt Heimsmetabók Guinness hafa selst um 65 milljón eintök af plötunni. Er það nokkru hærri tala en nefnd hefur verið síðasta sólarhringinn, enda almennt miðað við 41 milljón eintaka. 

Lista Amazon má nálgast hér.

Topp 15 listinn er annars sem hér segir: Thriller, Off the Wall, Bad, Michael Jackson: The Ultimate Collection, Number Ones, Dangerous, The Ultimate Collection, Michael Jackson - Vol. 1 - Greatest Hits History, The Essential Michael Jackson, Invincible, HIStory, Past, Present and Future, Book 1, Michael Jackson 25th anniversary of Thriller (lúxusútgáfa), Thriller - Special Edition, Michael Jackson 25th anniversary of Thriller og Blood on the Dance Floor: History on the Mix.

Starfsmaður hljómplötuverslunar í Berlín setur Bad í hlustun.
Starfsmaður hljómplötuverslunar í Berlín setur Bad í hlustun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir