Michael Jackson í efsta sæti

Michael Jackson syngur Smooth Criminal.
Michael Jackson syngur Smooth Criminal.

Bandaríski popptónlistarmaðurinn Michael Jackson, sem lést í Los Angeles á fimmtudag, fór í efsta sætið á breska plötusölulistanum, sem birtur var undir kvöld. Fimm smáskífur Jacksons birtust einnig á lista yfir 40 vinsælustu lögin þar í landi.

Safnplatan Number Ones, sem inniheldur mörg af þekktustu lögum Jacksons, fór úr 121. sæti á vinsældarlistanum í það 1. Plata með Jackson hefur ekki farið í 1. sæti breska listans frá því sama plata kom út.

Platan Thriller fór úr 179. sæti í það 7. og safnplatan King of Pop fór í 14. sæti. Platan Off the Wall fór í 17. sæti og The Essential Michael Jackson í 20. sæti.

Þá komst lagið Man in the Mirror á smáskífulistann í 11. sæti, Billie Jean fór í 25. sæti, Smooth Criminal í 28. sæti, Beat It í 30. sæti og Earth Song í 38. sæti.

Plötuútgáfan HMV segir að eftirspurn eftir tónlist Jacksons hafi 80 faldast eftir að fréttir bárust af dauða hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar