Kvikmyndin Transformers: Revenge of the Fallen fékk mesta aðsókn í norður-amerískum bíóum um helgina. Alls námu tekjur af sýningu myndarinnar 112 milljónum dala frá föstudegi til sunnudags og 201 milljón dala á þeim fimm dögum sem liðnir eru frá því myndin var frumsýnd.
Er þetta næstmesta aðsókn sem kvikmynd hefur fengið fyrstu sýningarvikuna. Leðurblökumannsmyndin The Dark Knight hefur enn vinninginn með 203 þúsund dali.
Rómantíska gamanmyndin The Proposal, með Söndru Bullock í aðalhlutverki, fór niður í 2. sæti en tekjur af sýningu þeirrar myndar námu 18,6 milljónum dala um helgina. Gamanmyndin The Hangover var í þriðja sæti en alls nema tekjur af sýningu þeirrar myndar 183,2 milljónum dala. Hún kostaði 35 milljónir dala í framleiðslu.
Teiknimyndin Up var í 4. sæti og myndin My Sister's Keeper, með Cameron Diaz í aðalhlutverki, fór beint í 5. sæti.
Í næstu sætum voru Year One, The Taking of Pelham 123, Star Trek, Night at the Museum: Battle for the Smithsonian og Away We Go, sem leikstjórinn Sam Mendes gerði.