Hjónaband Jackson sýndarmennska

Debbie Rowe
Debbie Rowe mbl.is

Debbie Rowe, fyrrum eiginkona og barnsmóðir poppstjörnunnar Michael Jackson, er sögð staðhæfa að hann hafi ekki verið líffræðilegur faðir tveggja barna þeirra Prince Michael 12 ára og Paris 11 ára. Þá er haft eftir henni að hjónaband þeirra hafi ekki verið annað en sýndarmennska.  

„Michael var fráskilinn, einmana og langaði í börn. Það var ég sem sagði við hann: 'Ég skal fæða þér börn,” segir Rowe í viðtali við blaðakonuna Rebecca White:  „Ég bauð honum móðurlíf mitt. Það var gjöf. Þetta var hlutur sem ég gerði til að veita honum hamingju. Ég var bara ílát og sæðið var ekki frá Michael. Mér var borgað fyrir þetta og ég hélt áfram lífi mínu.” 

Rowe, sem var gift Jackson frá árinu 1996 til 1999, segist ekki eiga von á því að sjá börnin aftur þrátt fyrir lát föður þeirra í síðustu viku. „Ég var aldrei góð móðir. Ég tengdist þeim aldrei. Mér leið betur með að láta hann hafa þau en að halda þeim sjálf,” segir hún. 

Þá staðhæfir hún að þau hafi ekki lifað kynlífi á meðan á hjónabandi þeirra stóð. „Hann vildi láta líta út fyrir að við værum fjölskylda en við bjuggum aldrei saman sem hjón. Við stunduðum aldrei kynlíf."  Rowe segir hjónabandi þeirra hafa lokið þegar ljóst varð að hún gæti ekki fætt fleiri börn eftir erfiða fæðingu Paris.

„Fæðingin var svo erfið. Ég var öll rifin að innan og ófrjó. Þegar hann frétti að ég gæti ekki átt fleiri börn kærði hann sig ekkert um mig lengur," segir hún. Michael lætur einnig eftir sig þriðja barnið en aldrei hefur verið gefið upp hver móðir þess er.

Michael Jackson
Michael Jackson Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka