Ian Halperin, sem gefið hefur út ósamþykkta ævisögu Michael Jackson segir hann hafa verið samkynhneigðan og hrifist af sér yngri mönnum. Hann segir hann þó aldrei hafa haft kynferðislegan áhuga á börnum eða unglingum.
Halperin segist í viðtali við blaðið Daily Mailhafa rætt við tvo menn sem átt hafi í ástarsambandi við Jacksono g að annar þeirra hafi sýnt honum sannanir fyrir nánu sambandi þeirra. Einnig segist hann hafa heimildir fyrir því að ungir menn hafi oft dvalið næturlangt á heimilum hans. Þá hefur hann eftir ónefndum heimildarmanni að Jackson hafi oft farið út klæddur kvenmannsfötum til að þekkjast ekki.
Í bóki Halperin ‘The Final Years Of Michael Jackson’ sem kom út í desember á síðasta ári staðhæfði hann að söngvarinn ætti í mesta lagi eftir sex mánuði ólifaða.
Sagði hann Jackson þjást af efnaskiptasjúkdómi sem m.a. hefði áhrif á lungnastarfsemi hans. Þá leiddi hann drög að því að hann þyrfti á lungnaígræðslu að halda en sagði óvíst hvort hann hefði þrek til að gangast undir slíka aðgerð.