Krufningarskýsla ekki frágengin

Jacksons minnst við heimili foreldra hans í Encino.
Jacksons minnst við heimili foreldra hans í Encino. Reuters

Ed Winter, aðstoðaryfirmaður skrifstofu réttardómstjóra í Los Angeles í Bandaríkjunum, segir upplýsingar sem sagar eru úr krufningarskýrslu söngvarans Michael Jackson, ekki vera úr slíkri skýrslu. Þetta kemur fram á vefnum E online.

„Skýrslan sem birt hefur verið er ekki frá þessari skrifstofu. Ég veit ekki hvaðan eða frá hverjum þessar upplýsingar eru komnar en þær eru ekki nákvæmar. Sumt af þessu er algerlega rangt,” segir hann.

Í upplýsingunum sem birtar voru í breska blaðinu Sun og sagar voru úr skýrslunni kom m.a. fram að ekkert hefði fundist í maga Jacksons annað en töflur, að hann hefði verið sköllóttur, með brotin rifbein eftir lífgunartilraunir og merki þess að sprautað hafi verið í hjarta hans.

Winter segir slíkar upplýsingar hvorki geta verið fengnar úr opinberri krufningarskýrslu, þar sem slík skýrsla sé enn ekki frágengin né úr skýrslu um krufningu sem fjölskylda Jackson hefur látið fara fram.

Þá staðhæfði lögfræðingur læknis Jacksons í morgun að læknirinn Conrad Murray hefði árangurslaust reynt að ná símasambandi frá heimili hans í hálftíma eftir að hann kom að Jackson þar sem hann lá í rúmi sínu og andaði ekki.

Segir lögfræðingurinn lækninn ekki hafa hringt úr farsíma sínum þar sem hann hafi ekki vitað heimilisfang Jacksons. Að lokum hafi hann því gert hlé á lífgunartilraunum sínum til að hlaupa niður þar sem hann hafi fengið aðstoð matreiðslumanns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar