Lík Jacksons flutt til Neverland

Lík poppstjörnunnar Micahels Jacksons verður flutt til búgarðsins Neverland í Santa Barbara sýslu í Kalíforníu á fimmtudag og þar verður einskonar líkvaka þar sem ættingjar, vinir og aðdáendur geta vottað honum virðingu sína. Ekki er búið að ákveða hvenær útför Jacksons fer fram.

Gestir fá að sjá lík Jacksons á föstudag og minningarathöfn fyrir fjölskylduna verður haldin á sunnudag, að sögn lögreglumanna, sem eiga að stýra líkfylgdinni. 

Aðdáendur Jacksons hafa lýst þeirri skoðun sinni, að grafa eigi Jackson á Neverland búgarðinum og breyta honum í safn til minningar um Jackson með svipuðum hætti og Graceland, húsi Elvis Presley, hefur verið breytt í safn um hann.

Jackson bjó á Neverland og nefndi hann eftir ævintýraeyjunni úr sögunni um Peter Pan. Hins vegar hafa byggingarnar þar verið í niðurníðslu eftir að Jackson var sakaður um að hafa misþyrmt börnum þar kynferðislega árið 2005. Jackson flutti þaðan eftir að hann var sýknaður og kom þangað aldrei aftur.

Óvíst er einnig um eignarhald á búgarðinum vegna flókinna fjármála Jacksons.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup