Nú þegar fyrstu fjórar sýningarvikur The End, sýningar Ragnars Kjartanssonar í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum, eru liðnar hafa 12 þúsund gestir heimsótt skálann en það er 70% aukning miðað við sama tíma árið 2007, þegar Steingrímur Eyfjörð sýndi fyrir hönd Íslands.
Þar af heimsóttu tæplega 5 þúsund gestir íslenska skálann foropnunardagana 3. - 7. júní. Sýningin er opin klukkustund lengur á degi hverjum en árið 2007 en þó má skýra aukninguna að mestu leyti með jákvæðri umfjöllun í erlendum fjölmiðlum fyrir og eftir opnun, að því er segir í fréttatilkynningu.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga og stendur til 22.nóvember 2009.