Jackson grét við líkamsskoðun

Michael Jackson
Michael Jackson

John Randy Taraborrelli, vinur söngvarans Michael Jackson, segir hann aldrei hafa jafnað sig á því að hafa þurft að gangast nakinn undir skoðun lögreglu í tengslum við ásakanir á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi gegn ungum dreng árið 1993. 

Taraborrelli segir Jackson hafa grátið er lögregla skoðaði hann nakin og skráði hjá sér líkamleg einkenni hans. Þá segir hann að eftir þetta hafi hann ekki þolað að láta nokkurn mann sjá sig nakinn. 

„Drengurinn hafði gefið nána lýsingu á líkamsvexti hans og lögreglumennirnir þurftu að ganga úr skugga um það hvort hún væri rétt,” segir Taraborrelli. „Það voru allra augu á honum til að kanna hvort hann væri umskorinn, eins og Jordy hafði haldið fram. Hann var það ekki. Michael kveinaði: Guð minn góður og leit út eins og það væri að líða yfir hann.”  

Taraborrelli staðhæfir einnig að ástæða þess að Michael vildi breyta útliti sínu hafi verið sú að hann hafi ekki þolað að sjá eftirmynd föður síns Joe er hann leit í spegil.

„Ástæðan fyrir lýtaaðgerðunum var ekki sú að hann vildi líkjast átrúnaðargoði sínu Diönu Ross, líkt og margir halda," segir hann. „Hún var sú að hann vildi líkjast föður sínum minna, þessum manni sem hafði beitt hann ofbeldi og var með þetta stóra breiða nef sem blasti við honum þegar hann leit í spegil."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir