Sterkt, róandi lyf á heimili Jacksons

Aðdáendur Michaels Jackson minnast hans víða um heim. Myndin er …
Aðdáendur Michaels Jackson minnast hans víða um heim. Myndin er tekin á minningarathöfn í Bangkok. Reuters

Sterkt, róandi lyf hefur fundist á heimili tónlistarmannsins Michaels Jackson, sem lést eftir hjartastopp á dögunum. Lyfið, Diprivan, er gefið í æð og gjarnan notað áður en sjúklingar fara í skurðaðgerðir. Það er einnig gefið dauðvona fólki til þess að lina miklar kvalir.

Fleiri lyfseðilsskyld lyf hafa fundist á heimili Jackson. Yfirvöld hafa upplýst  að tónlistarmaðurinn hafi verið háður verkalyfjunum Demerol og OxyContin og að skömmu fyrir andlátið hafi Jackson verið sprautaður með Demerol.

Notkun lyfsins getur valdið hjartastoppi að sögn sérfræðinga, skv. frétt CNN, en ekki hefur verið sýnt fram á að svo hafi verið í tilfelli tónlistarmannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar