Fjöldi laga af opnunartónleikum 360 tour, nýrrar hljómleikaraðar U2, eru komnir á YouTube. Tónleikarnir fóru fram á Nou Camp, heimavelli Evrópumeistara Barcelona, og fylgdust 90.000 manns með sveitinni opna tónleikaröð sem búist er við að verði sú tekjuhæsta í sögu sveitarinnar.
Upptökurnar eru eins og gefur að skilja jafn misjafnar að gæðum og þær eru margar.
Símaupptaka af Vertigo gæti þó allt eins verið á DVD, svo góð eru gæðin.
Allt ætlaði um koll að keyra þegar fjórmenningarnir spiluðu Magnificent, aðgengilegasta lag sveitarinnar af nýju plötunni, No Line on the Horizon.
Sveitin minntist Michaels Jacksons í laginu Angel of Harlem af plötunni Rattle and Hum sem út kom 1988.