Emilíana Torrini á toppnum í Þýskalandi

Emiliana Torrini
Emiliana Torrini mbl.is/hag

Lag Emilíönu Torrini, „Jungle Drum“, er komið í efsta sæti þýska vinsældalistans. Lagið hefur verið á listanum í nokkrar vikur, og komst svo loks á toppinn í lok þessarar viku. Neðar á listanum eru flytjendur á borð við Lady Gaga, A-Ha og Beyonce Knowles.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt lag kemst í efsta sæti þýska vinsældalistans, og raunar í fyrsta skipti sem íslenskt lag kemst í efsta sæti eins af helstu vinsældalistum heims.

Rekja má vinsældir lagsins í Þýskalandi til þess að það hljómaði í raunveruleikaþættinum Germany's Next Top Model fyrir skömmu.

„Ég frétti nú bara af þessari velgengni í síðustu viku, við erum ekki einu sinni búin að fara til Þýskalands,“ segir Emilíana sem er á miklu tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach