Emilíana Torrini á toppnum í Þýskalandi

Emiliana Torrini
Emiliana Torrini mbl.is/hag

Lag Emilíönu Torrini, „Jungle Drum“, er komið í efsta sæti þýska vinsældalistans. Lagið hefur verið á listanum í nokkrar vikur, og komst svo loks á toppinn í lok þessarar viku. Neðar á listanum eru flytjendur á borð við Lady Gaga, A-Ha og Beyonce Knowles.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt lag kemst í efsta sæti þýska vinsældalistans, og raunar í fyrsta skipti sem íslenskt lag kemst í efsta sæti eins af helstu vinsældalistum heims.

Rekja má vinsældir lagsins í Þýskalandi til þess að það hljómaði í raunveruleikaþættinum Germany's Next Top Model fyrir skömmu.

„Ég frétti nú bara af þessari velgengni í síðustu viku, við erum ekki einu sinni búin að fara til Þýskalands,“ segir Emilíana sem er á miklu tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka