Harry Potter leikari með svínaflensu

Leikarinn Rubert Grint smitaðist af svínaflensu
Leikarinn Rubert Grint smitaðist af svínaflensu

Leikarinn ungi Rubert Grint sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasly í Harry Potter kvikmyndunum hefur smitast af svínaflensu, aðeins þremur dögum fyrir frumsýninguna á nýjustu Harry Potter myndinni í London.

Að sögn talsmann hans hefur Grint þurft að taka sér nokkurra daga frá frá tökum á næstu mynd í seríunni, „Harry Potter and the Deathly Hallows“, vegna veikindanna en fullyrt er að hann muni eftir sem áður slást í för með meðstjörnum sínum á rauða dreglinum í tilefni frumsýningarinnar á fimmtudag.

„Það staðfestist hér með að Rubert Grint hefur tekið sér nokkurra daga frí frá tökum vegna vægra einkenna svínaflensu,“ segir í tilkynningu frá talsmanni hans.

„Hann er hinsvegar á batavegi og hlakkar til að hitta meðleikara sína aftur á  frumsýningunni auk þess sem hann mun snúa aftur í settið strax í kjölfarið.“

Tökur á kvikmyndinni hafa að sögn ekki tafist vegna fjarveru hins tvítuga leikara. 

Fjórir hafa nú látist af völdum svínaflensuveirunnar A (H1N1) í Bretlandi og þar eru flest tilfelli staðfest af öllum Evrópulöndum, eða 7.500. Bresk yfirvöld vöruðu við því í vikunni að sú tala gæti hækkað upp yfir 100.000 manns fyrir lok ágúst.

Harry Potter and the Half-Blood Prince verður frumsýnd víðast hvar í Evrópu þann 15. júlí næstkomandi, þar á meðal á Íslandi. 

Rupert Grint ásamt félögum sínum úr Harry Potter þeim Emmu …
Rupert Grint ásamt félögum sínum úr Harry Potter þeim Emmu Watson og Daniel Radcliffe. STEPHEN HIRD
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir