Prince slær miðasölumet í Sviss

Prince í stuði.
Prince í stuði. Reuters

Aðdáendur tónlistarmannsins Prince biðu ekki boðanna þegar opnað var fyrir miðasölu á tónleika kappans á Montreux Jazz Festival í Sviss í dag, því rúmlega 7.000 miðar á tvo tónleika seldust upp á innan við 8 mínútum.

Þrátt fyrir að miðaverðið hafi verið á bilinu 195 frankar (22.758 kr.) í stæði og 480 frankar (56.000 kr.) í stúku og þrátt fyrir að miðasalan hafi takmarkað tvo miða á hvern kaupanda þá seldist upp á báða tónleikanna á nákvæmlega 7 mínútum og 58 sekúndum.

Til stendur að Prince verði lokanúmer á jazzhátíðinni en tilkynnt var um tónleika hans með mjög stuttum fyrirvara, síðdegis í gær, þrátt fyrir að orðrómur hafi verið á kreiki um þátttöku hans vikum saman. 

Vinsældir Prince í Sviss eru óumdeilanlegar því fyrir tveimur árum seldust upp 4.500 miðar á tónleika hans á innan við 10 mínútum og var það þá met í miðasölu í landinu, en það hefur nú verið slegið.

Meðal annarra sem fram koma á Montreux festivalinu má nefna Black Eyed Peas, Alice Cooper, Lily Allen, Wyclef Jean, Marianne Faithfull, John Fogerty og B.B. King. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson