Fjallabræður í vandræðum

Fjallabræður
Fjallabræður Ljósmynd/ Julia Staples

Liðsmenn rokkaða karla­kórs­ins Fjalla­bræðra eru í vand­ræðum. Fyr­ir skemmstu var kórn­um boðið að koma fram á hinu mar­grómaða G-Festi­val í Fær­eyj­um og hef­ur þessi 40 manna hóp­ur selt harðfisk til þess að reyna að fjár­magna ferðina. Sal­an hef­ur gengið af­spyrnu­vel en þegar Hall­dór Gunn­ar Páls­son kór­stjóri ætlaði að fara að kaupa flug­miða fyr­ir hóp­inn kom í ljós að far­gjaldið hef­ur rokið upp úr öll­um valdi síðustu vik­ur. Fjalla­bræður verða því að horf­ast í augu við þá staðreynd að nái þeir ekki að safna um tveim­ur millj­ón­um króna auka­lega á næstu tveim­ur vik­um kom­ast þeir ekki til Fær­eyja til að leika á hátíðinni sem fer fram í lok júlí.

Kór­inn gaf fær­eysku þjóðinni lagið „Minni Fær­eyja“ á síðasta ári og er orðin þekkt stærð meðal frænda okk­ar og mik­il eft­ir­vænt­ing á báða bóga fyr­ir komu þeirra. Hall­dór seg­ir ekki koma til greina að taka Nor­rænu þar sem liðsmenn þyrftu þá að dvelja í Fær­eyj­um fjarri fjöl­skyld­um sín­um í heila viku. En Fjalla­bræður deyja ekki ráðalaus­ir og eru nú að skoða alla mögu­leika. Jafn­vel að leigja bát til þess að ferja all­an hóp­inn yfir til Fær­eyja.

Bjart­sýn­ir

Hall­dór seg­ir það góðan sól­ar­hring að sigla á milli en bend­ir á að hóp­ur æv­in­týra­manna er sigldi á Zodiac-gúmmíbát­um frá Vest­manna­eyj­um til Fær­eyja hafi aðeins verið 18 tíma. „Það geng­ur víst ekki að fara með hóp­inn í jakka­föt­un­um yfir á svo­leiðis.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir