Fyrsta heimildarmyndin í fullri lengd um íslensku efnahagshamfarirnar verður frumsýnd hér á landi 6. október, sama dag og Geir H. Haarde flutti fræga ræðu sína um efnahagsástandið í fyrra. Myndin fer svo um öll Norðurlöndin og verður m.a. sýnd á þýsku sjónvarpsstöðvunum NDR og Arte.
Myndin kallast Guð blessi Ísland og er eftir hinn mikilvirka heimildarmyndagerðarmann Helga Felixson, en hann býr og starfar í Svíþjóð.