Stjórnarformaður New Corp, Rupert Murdoch, er helsti fjölmiðlaeigandinn í Bandaríkjunum, hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er í fyrsta sæti yfir dálkahöfunda í bandarískum dagblöðum og Newt Gingrich, fyrrv. forseti fulltrúdeildar þingsins, er áhrifamesti sérfræðingurinn í bandarísku sjónvarpi, samkvæmt nýjum vef um fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem var settur á laggirnar vestanhafs í dag.
Maðurinn á bak við vefinn, Mediaite.com, er Dan Abrams, fyrrum framkvæmdastjóri MSNBC. Hann segir í grein á vefnum að markmiðið sé að vefurinn verði nauðsynlegt tæki fyrir alla þá sem hafa áhuga á fjölmiðlum, hvort heldur sem það snúi að eignarhaldi eða persónulegum hlutum um fjölmiðlafólk.