Rowe sækir minningarathöfnina

Debbie Rowe
Debbie Rowe

Debbie Rowe, fyrrum eiginkona og barnsmóðir poppstjörnunnar Michael Jackson, hefur tilkynnt að hún muni verða viðstödd minningarathöfn um hann í Los Angeles' Staples Center á morgun. 

„Debbie mun mæta. Við höfum fengið staðfestingu á því frá þeim sem sjá um heiðursætin að þeir haldi sætum fyrir hana og að hún muni mæta,” segir Marc Schaffel, fyrrum viðskiptafélagi Jackson. 

Hann segir Rowe hins vegar ekki hafa verið í beinu sambandi við Jackson-fjölskylduna: „Það hefur verið viðleitni í þá átt en því miður hefur, eins og oft vill verða, svo margt verið í gangi að þau hafa bara ekki náð saman,” sagði hann í viðtali í sjónvarpsþættinum 'Good Morning America'.

„Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir en símanúmerum hefur verið breytt, og þess háttar, símsvarar hafa verið fullir, þannig að það hefur ekki náðst samband.” 

Rowe, sem er móðir tveggja barna Jacksons Prince Michael tólf ára og Paris ellefu ára, er sögð vera að íhuga að berjast fyrir forræði yfir þeim. Jackson fór alla tíð með forræði yfir börnunum og eru þau sögð hafa haft lítil sem engin samskipti við móður sína.

Þá mælist Jackson til þess í erfðaskrá frá árinu 2002 að móður hans verði falin forsjá þriggja barna hans falli hann frá á meðan þau eru enn á barnsaldri. Þar er einnig tekið fram að hann vilji ekki að Rowe erfi sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar