Siglir um á 81 árs gömlum bát

Sverrir siglir Hermóði inn í Ísafjarðarhöfn.
Sverrir siglir Hermóði inn í Ísafjarðarhöfn. bb.is

Sverrir Hermannsson, fyrrum alþingismaður, ráðherra og bankastjóri frá Ögurvík, siglir þessa dagana um Ísafjarðardjúp á 81 árs gömlum bát og veiðir sér í soðið. „Ég er bara með færeyska-rúllu í bátnum og reyni að fiska mér í soðið en við erum ekki í neinni útgerð og ekki í strandveiðkerfinu,“ segir Sverrir sem siglir bátnum til að halda honum við en hann var byggður árið 1928.

Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta á Ísafirði.

Faðir Sverris, Hermann Hermannsson, keypti bátinn ásamt þremur öðrum mönnum sama ár. Óeining skapaðist um útgerðina svo Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, gekkst í því að ná bátnum fyrir Hermann árið 1930 og var hann gerður út frá Ögurvík í Ísafjarðardjúpi til 1945 og í ellefu ár frá Ísafirði í Skutulsfirði. Hermann seldi svo bátinn í Skötufjörð í Ísafjarðardjúpi árið 1956 en Sverrir og bræður hans keyptu bátinn aftur er hann hafði verið settur í land og létu Gunnar Sigurðsson frá Bæjum gera hann upp inn í bílskúr hjá sér á Vatnsleysuströnd.

„Síðan hefur bátnum verið haldið við og ég lét sauma hann allan upp í fyrra þannig að hann er alveg eins og nýr. Hann er byggður af Fali Jakobssyni bátasmið í Bolungarvík og er þetta hið fræga „Fals-lag“ á honum. Þeir unnu við bátinn bræðurnir Jakob og Sigurður, synir Fals,“ segir Sverrir við Bæjarins besta. Sverrir segist hafa orðið vel var við fisk á frístundaveiðum sínum og hefur fengið nokkra væna þorska og ufsa.

www.bb.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir