Siglir um á 81 árs gömlum bát

Sverrir siglir Hermóði inn í Ísafjarðarhöfn.
Sverrir siglir Hermóði inn í Ísafjarðarhöfn. bb.is

Sverrir Hermannsson, fyrrum alþingismaður, ráðherra og bankastjóri frá Ögurvík, siglir þessa dagana um Ísafjarðardjúp á 81 árs gömlum bát og veiðir sér í soðið. „Ég er bara með færeyska-rúllu í bátnum og reyni að fiska mér í soðið en við erum ekki í neinni útgerð og ekki í strandveiðkerfinu,“ segir Sverrir sem siglir bátnum til að halda honum við en hann var byggður árið 1928.

Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta á Ísafirði.

Faðir Sverris, Hermann Hermannsson, keypti bátinn ásamt þremur öðrum mönnum sama ár. Óeining skapaðist um útgerðina svo Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, gekkst í því að ná bátnum fyrir Hermann árið 1930 og var hann gerður út frá Ögurvík í Ísafjarðardjúpi til 1945 og í ellefu ár frá Ísafirði í Skutulsfirði. Hermann seldi svo bátinn í Skötufjörð í Ísafjarðardjúpi árið 1956 en Sverrir og bræður hans keyptu bátinn aftur er hann hafði verið settur í land og létu Gunnar Sigurðsson frá Bæjum gera hann upp inn í bílskúr hjá sér á Vatnsleysuströnd.

„Síðan hefur bátnum verið haldið við og ég lét sauma hann allan upp í fyrra þannig að hann er alveg eins og nýr. Hann er byggður af Fali Jakobssyni bátasmið í Bolungarvík og er þetta hið fræga „Fals-lag“ á honum. Þeir unnu við bátinn bræðurnir Jakob og Sigurður, synir Fals,“ segir Sverrir við Bæjarins besta. Sverrir segist hafa orðið vel var við fisk á frístundaveiðum sínum og hefur fengið nokkra væna þorska og ufsa.

www.bb.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir