Kistan sló Carey út af laginu

Mariah Carey syngur við minnigarathöfnina um Michael Jackson í Staples …
Mariah Carey syngur við minnigarathöfnina um Michael Jackson í Staples Center Reuters

Banda­ríska söng­kon­an Mariah Carey hef­ur beðið aðdá­end­ur sína af­sök­un­ar á frammistöðu sinni á minn­ing­ar­tón­leik­un­um um Michael Jackson á Twitter síðu sinni. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Carey var greini­lega við það að bresta í grát er hún söng Jackson Five lagið „I’ll Be Th­ere” ásamt Trey Lor­enz við minn­ing­ar­at­höfn­ina í Staple Centre í Los Ang­eles.

 „Fyr­ir­gefið hvað ég átti erfitt með að halda ró minni og flytja það á rétt­an hátt, en mér brá virki­lega þegar ég sá hann fyr­ir fram­an mig,” skrif­ar hún og vís­ar þar til kistu Jackson sem komið hafði verið fyr­ir á sviðinu.

„Mér var ómögu­legt að syngja. Ég átti erfitt með að halda aft­ur af tár­un­um.”

Danski sjón­varps­maður­inn Jes Dorph, sem þekkt­ur er fyr­ir yf­ir­vegaða fram­komu hef­ur einnig beðist af­sök­un­ar á því að hafa ekki haldið yf­ir­veg­un sinni á meðan á út­send­ingu frá minn­ing­ar­tón­leik­un­um stóð. Var það ávarp Par­is, ell­efu ára dótt­ur Jackson sem sló hann út af lag­inu.

Ýmsar stjörn­ur hafa einnig greint frá því að ávarp Par­is hafi haft mik­il áhrif á þær.  

„Dótt­ir Michael var svo hug­rökk. Að standa uppi á sviði og tala um föður sinn. Ég hélt ræðu við út­för föður míns og það er það erfiðasta sem ég hef nokk­urn tím­an gert. Ég grét og skalf. Það sem Par­is gerði sýndi svo mikið hug­rekki,” seg­ir sjón­vaps­stjarn­an Kim Kar­dashi­an á Twitter-síðu sinni.

Sjón­vaps­stjarn­an  Kelly Os­bour­ne tek­ur í sama streng. „Það var svo hugað af börn­um MJ að standa þarna uppi og minn­ast föður síns í allra augn­sýn. Hjarta mitt brast þegar ég sá dótt­ur hans tala. Hún er sann­ar­lega hug­rökk lít­il stúlka,” seg­ir hún.

Paris Jackson með yngri bróður sínum Prince Michael Jackson II …
Par­is Jackson með yngri bróður sín­um Prince Michael Jackson II við minnig­ar­at­höfn­ina. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Láttu draumórana ekki ná þannig tökum á þér að þú hafir ekki hugann við vinnuna. Leitaðu ráða hjá þér reyndari mönnum, ef einhver efi leynist í brjósti þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Láttu draumórana ekki ná þannig tökum á þér að þú hafir ekki hugann við vinnuna. Leitaðu ráða hjá þér reyndari mönnum, ef einhver efi leynist í brjósti þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir