Kistan sló Carey út af laginu

Mariah Carey syngur við minnigarathöfnina um Michael Jackson í Staples …
Mariah Carey syngur við minnigarathöfnina um Michael Jackson í Staples Center Reuters

Bandaríska söngkonan Mariah Carey hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á frammistöðu sinni á minningartónleikunum um Michael Jackson á Twitter síðu sinni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Carey var greinilega við það að bresta í grát er hún söng Jackson Five lagið „I’ll Be There” ásamt Trey Lorenz við minningarathöfnina í Staple Centre í Los Angeles.

 „Fyrirgefið hvað ég átti erfitt með að halda ró minni og flytja það á réttan hátt, en mér brá virkilega þegar ég sá hann fyrir framan mig,” skrifar hún og vísar þar til kistu Jackson sem komið hafði verið fyrir á sviðinu.

„Mér var ómögulegt að syngja. Ég átti erfitt með að halda aftur af tárunum.”

Danski sjónvarpsmaðurinn Jes Dorph, sem þekktur er fyrir yfirvegaða framkomu hefur einnig beðist afsökunar á því að hafa ekki haldið yfirvegun sinni á meðan á útsendingu frá minningartónleikunum stóð. Var það ávarp Paris, ellefu ára dóttur Jackson sem sló hann út af laginu.

Ýmsar stjörnur hafa einnig greint frá því að ávarp Paris hafi haft mikil áhrif á þær.  

„Dóttir Michael var svo hugrökk. Að standa uppi á sviði og tala um föður sinn. Ég hélt ræðu við útför föður míns og það er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíman gert. Ég grét og skalf. Það sem Paris gerði sýndi svo mikið hugrekki,” segir sjónvapsstjarnan Kim Kardashian á Twitter-síðu sinni.

Sjónvapsstjarnan  Kelly Osbourne tekur í sama streng. „Það var svo hugað af börnum MJ að standa þarna uppi og minnast föður síns í allra augnsýn. Hjarta mitt brast þegar ég sá dóttur hans tala. Hún er sannarlega hugrökk lítil stúlka,” segir hún.

Paris Jackson með yngri bróður sínum Prince Michael Jackson II …
Paris Jackson með yngri bróður sínum Prince Michael Jackson II við minnigarathöfnina. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar