„Þegar ég fékk að sjá handritið, þá spurði ég: Af hverju veit enginn af þessu?“ segir Kristján B. Jónasson, en útgáfufyrirtæki hans, Crymogea, og Náttúrufræðistofnun Íslands undirrituðu í gær samkomulag um að gefa út á bók fullbúið handrit Benedikts Gröndals skálds, Fuglar Íslands, sem skáldið vann að á síðustu árum 19. aldar.
Í handritinu, sem er fullfrágengið af Benedikts hálfu, eru eftir hann, af öllum varpfuglategundum landsins sem þá voru kunnar auk mynda af flækingsfuglum og af eggjum í raunstærð.
„Það hefur aldrei verið rituð ævisaga Benedikts, en það er til ágætis æviágrip eftir Gils Guðmundsson. Þar er minnst á það í einni setningu að Benedikt hafi verið duglegur að teikna og skilið eftir sig nokkur handrit með teikningum.“
Handrit Benedikts hefur verið varðveitt óhreyft hjá Náttúrufræðistofnun. Það hefur að geyma hundrað myndir af varpfuglum Íslands á þeim tíma, teiknaðar af Benedikt, og af flækingsfuglum. Textann skrautritaði skáldið af miklu listfengi.