Þúsundir minnast Jacksons

Ungir aðdáendur Jacksons í gervi uppvakninganna í myndbandinu Thriller.
Ungir aðdáendur Jacksons í gervi uppvakninganna í myndbandinu Thriller. Reuters

Þúsund­ir manna komu sam­an á minn­ing­ar­at­höfn um Michael Jackson í fæðing­ar­bæ hans, Gary í Indi­ana í gær, föstu­dag. Börn klæddu sig upp eins og upp­vakn­ing­arn­ir í mynd­band­inu Thriller og blökku­manna­leiðtog­inn Jesse Jackson tók þátt í bæna­stund í minn­ingu popp­goðsins.

Marg­ir lögðu á sig mikið erfiði til að geta verið viðstadd­ir at­höfn­ina og ók einn aðdá­enda Jacksons 900 km til að geta heiðrað minn­ingu hans.

Anita Hill, fyrsti tón­list­ar­kenn­ari Jacksons, rifjaði upp þegar hún leiðbeindi hon­um um flutn­ing lags­ins „Climb Every Mountain“.

Lýsti hún hon­um sem ynd­is­leg­um og mjög táp­mikl­um nem­anda. 

Fólkið kom sam­an á The Steel Yard hafna­bolta­vell­in­um og var hápunkt­ur kvölds­ins þegar mynd­skeið af Jackson var sýnt á stór­um skjá þar sem hann sagði borg­ina ávallt mundu verða í hjarta sínu.

Rudy Clay, borg­ar­stóri Gary, þakkaði lista­mann­in­um fram­lag sitt, hann hefði með glæst­um ferli sín­um komið borg­inni á kortið.

Skóla­stjór­inn í barna­skól­an­um sem Jackson gekk í rifjaði upp hversu áfjáður hann var í að koma fram og syngja, meðal ann­ars í fé­lagi með Jackson 5. Tók hann sér­stak­lega fram að aðgangs­eyr­ir hefði aðeins verið 10 sent, eða 14 krón­ur á nú­ver­andi gengi.

Jackson bjó í Gary fyrstu 11 ár ævi sinn­ar en fjöl­skyld­an flutt­ist svo til vest­ur­strand­ar­inn­ar þar sem fræðgarsól Jackson 5 átti eft­ir að rísa svo um mun­ar.

Joe Jackson, faðir Michaels Jacksons, heldur á minningarskildi um son …
Joe Jackson, faðir Michaels Jacksons, held­ur á minn­ing­ar­skildi um son sinn. Við hlið hans stend­ur Rudy Clay, borg­ar­stóri Gary. Reu­ters
Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson, sem er til vinstri á myndinni, tekur …
Blökku­manna­leiðtog­inn Jesse Jackson, sem er til vinstri á mynd­inni, tek­ur þátt í bæna­stund í minn­ingu Jacksons. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt ekki bregðast trausti þeirra, sem hafa falið þér viðkvæm leyndarmál sín. Prófaðu langa göngutúra í fersku lofti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt ekki bregðast trausti þeirra, sem hafa falið þér viðkvæm leyndarmál sín. Prófaðu langa göngutúra í fersku lofti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son