Segir Jackson hafa verið myrtan

Janet og La Toya Jackson við minningarathöfn um bróður sinn …
Janet og La Toya Jackson við minningarathöfn um bróður sinn Michael með tveimur af þremur börnum hans. Reuters

La Toya Jackson hefur greint frá því að hún telji að bróðir hennar Michael Jackson hafi verið myrtur af skuggaverum sem hengdu sig á hann í von um að komast yfir peninga. Þetta kemur fram á vef Ananova.

La Taya segir samstarfsmenn Jacksons hafa neytt hann til að samþykkja að koma fram á fimm sinnum fleiri tónleikum en hann hafi treyst sér til og að álagið sem fylgdi undirbúningnum hafi verið honum um megn. 

„Hann var í slæmum félagsskap.” segir hún í viðtali við blaðið Mail On Sunday. „Michael var blíðlyndur, hógvær og ástríkur. Fólk notfærði sér það. Michael var meira en milljarðs dala virði. Þegar fólk er svo mikils virði þá eru alltaf gráðugir einstaklingar í kring um það. Ég tel Michael hafa verið myrtan. Ég hef haft það á tilfinningunni frá upphafi.”

Í viðtali við blaðið News Of The World segir hún: „Ég held ekki að það hafi bara einn einstaklingur staðið á bak við morðið. Þetta var samsæri um að komast yfir fjármuni Michael." 

La Toya segir einnig að Michael hafi alltaf haft eina miljón dollara í reiðufé á heimili sínu en að við húsleit eftir dauða hans hafi hvorki fundist þar peningar né skartgripir. „Michael fylgdist ekki náið með fjármálum sínum,” segir hún. „Það græddu margir mikið fé á Michael."

Hún lýsir einnig bróður sínum sem mest einmana manni á jörðinni og heitir því að fjölskylda hans muni ekki una sé hvíldar fyrr en réttlætið hafi náð fram að ganga. „Þetta snýst ekki um peninga. Ég vil bara réttlæti fyrir  Michael. Ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég hef komist að því hvað og hverjir drápu bróður minn," segir hún.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir