Jessica Simpson ein á ný

Jessica Simpson
Jessica Simpson Reuters

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson og fótboltakappinn Tony Romo eru nú sögð hafa slitið tæplega tveggja ára sambandi sínu. Er Romo sagður hafa sagt stúlkunni upp nokkrum dögum fyrir 29 ára afmælisdag hennar.  

„Hún er niðurbrotin. Hún elskar Tony en þau hafa átt erfitt að undanförnu. Hann er upptekinn af ferli sínum og hún er að búa sig í að taka upp sjónvarpsþáttinn ‘The Price of Beauty’. Þau ákváðu að fara hvort sína leið,” segir ónefndur heimildarmaður. „Þau voru góð saman í langan tíma en ég geri ráð fyrir að það hafi ekki átt að verða.” 

Sögusagnir hafa verið á kreiki um sambandsslit þeirra frá því Jessica aflýsti fyrirhuguðu Barbie afmælisboði sínu. Á Twitter síðu sinni skrifaði hún:  „Það varð ekkert af Barbie en ég varð 29 ára og mér líður eins og ég sé á toppi tilverunnar þar sem ég hrópa: Ég elska að að eldast.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka