Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri Ómar Óskarsson

Viðtal þeirra Sölva Tryggvasonar og Þorbjörns Þórðarsonar við Davíð Oddsson í þættinum Málefninu á Skjá einum í fyrrakvöld vakti mikla athygli. Svo mikið var áhorfið á þáttinn á vefsíðu Skjás eins, skjarinn.is, að vefurinn fór um tíma á hliðina og þurftu forsvarsmenn hans að grípa til neyðarráðstafana og gera tímabundnar tæknilegar breytingar til þess að anna álaginu. Áhorf á þáttinn með gamla laginu var einnig nokkuð gott, en um 15% þjóðarinnar fylgdust með honum.

Athygli vakti annars að Kastljós Sjónvarpsins var kallað úr sumarfríi þetta sama kvöld, og var sent út á sama tíma og Málefnið. Að sögn Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, sjónvarpsstjóra Skjás eins, hafði hún samband við Þórhall Gunnarsson hjá Sjónvarpinu því henni þótti skrýtið að Kastljósið væri kallað úr fríi einmitt þennan dag, sérstaklega í ljósi þess að Málefnið hafði mikið verið auglýst í heila viku á undan. Þórhallur mun þó hafa þverneitað því að Kastljósinu hafi verið stillt upp til höfuðs Málefninu þetta kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir