Hópur ungmenna sem gengur undir heitinu Verkalýðsfélag útrásarvíkinga hefur ákveðið að „þjóðnýta“ jörðina Veiðilæk í Norðurárdal, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings banka.
Jörðin er sögð hafa verið „þjóðnýtt með öllum hlunnindum“ og einnig er sagt að í bígerð sé að þjóðnýta fleiri jarðir.
Sjá má frekari upplýsingar og myndir um þjóðnýtinguna á bloggi um „Verkamannabústaðina nýju“.