Vatíkanið hefur nú loks veitt galdradrengnum Harry Potter samþykki sitt og skrifuð er lofsamleg grein um nýjustu myndina, Harry Potter and the Half-Blood Prince, nýjasta tölublað málgagns Vatíkansins Osservatore Romano.
„Blandan af yfirnáttúrulegri óvissu og spennu og rómantík er í réttu jafnvægi og það gerir að verkum að ævintýri söguhetjunnar verða trúanlegri en áður. Þetta er besta myndin hingað til,“segir í kvikmyndarýninni.
Áður hafði verið skrifaði í blaðið að Harry Potter-bókaröðin væri „skaðleg menntun og and-kristin“.
Árið 2003 sagði Joseph Ratzinger, kardínáli og nú Benedict páfi sextándi, að hin „slóttuga tæling“ sem leyndist í sögunni gæti grafið undan „trúralegri þróun“ barna með því að brengla muninn á hinu góða og illa.
Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn enda virðist Harry Potter and the Half-Blood Prince falla æðri máttarvöldum öllu betur í geð en forverar hennar. „Mörkin milli góðs og ills eru öllu skýrari en áður og áhorfandinn/lesandinn á auðveldar með að átta sig á hvor tilheyrir hinu góða í veröldinni.“