Myndband af hárbruna Jackson

Hár söngvarans stóð í björtu báli um stund.
Hár söngvarans stóð í björtu báli um stund. Reuters

Myndband af atvikinu fræga þegar eldur kviknaði í hári poppstjörnunnar Michael Jackson við upptökur á Pepsi-auglýsingu árið 1984 hefur nú verið sett inn á heimasíðu Us Magazine. Myndbandið hefur aldrei verið birt áður. 

Í myndbandinu sést söngvarinn taka nokkur af sínum þekktu danssporum þegar reyksprengja springur skyndilega. Eftir sprenginguna virðist höfuð poppstjörnunnar standa í björtu báli en Michael tekur ekki eftir logunum og heldur áfram dansinum. 

Nokkur tími líður þar til aðstoðarmenn koma aðvífandi og kæfa neistann í hárlokkum söngvarans. Þegar hann svo stendur aftur upp má ljóslega sjá afleiðingar brunans. Jackson hlaut annars og þriðja stigs bruna á höfði og í andliti og þurfti að gangast undir aðgerðir eftir slysið. Hann hafði viðurkennt að hafa orðið háður verkjalyfjum í kjölfarið.

Myndbandið má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar