Þingmenn VG minntir á ákvæði stjórnarsáttmála

Merki VG
Merki VG

Hópur fólks í Vinstri grænum hefur birt á vef flokksins stuðningskveðju til þingflokks VG þar sem þingflokkurinn er minntur á það ákvæði stjórnarsáttmálans sem VG féllst á við myndun ríkisstjórnarinnar að umsókn að aðild að Evrópusambandinu fengi þinglega meðferð.

„Nú þegar þingflokkur Vinstri grænna stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um stórt og viðamikið þingmál vilja undirrituð koma eftirfarandi á framfæri til sinna kjörnu fulltrúa:

Vorið 2009 gerðist sá sögulegi atburður að vinstri stjórn tveggja flokka var mynduð á Alþingi Íslendinga. Margir höfðu beðið þeirrar stundar lengi eftir áratuga eyðimerkurgöngu með samsuðustjórnum til hægri eða vinstristjórnum með þátttöku Framsóknarflokksins.

Í stjórnarsáttmálanum sættust Vinstri græn á kröfu Samfylkingarinnar um að tillaga þess efnis að sækja um aðild að Evrópusambandinu fengi þinglega meðferð. Vinstri græn féllust á þetta ákvæði enda ríkisstjórnin í húfi – og skýrt að endanleg ákvörðun yrði í höndum þjóðarinnar.

Þessi ríkisstjórn var ekki stofnuð í kringum Icesave eða ESB heldur til að tryggja velferð í landinu. Stefnumál Vinstri grænna hafa aldrei verið mikilvægari en nú. Velferð, kvenfrelsi, umhverfismál og lýðræði eru baráttumál sem enginn flokkur getur staðið betur að en Vinstrihreyfingin grænt framboð. Við eigum langa leið fyrir höndum, leið sem við verðum að fara, þó á stundum sé hún erfið yfirferðar.

Stuðnings- og baráttukveðjur,
Andrés Ingi Jónsson
Auður Alfífa Ketilsdóttir
Davíð Stefánsson
Grímur Atlason
Guðný Dóra Gestsdóttir
Halla Steinólfsdóttir
Heimir Janusarson
Hermann Valsson
Hlynur Hallsson
Lísa Kristjánsdóttir
Silja Bára Ómarsdóttir
Sóley Tómasdóttir
Þorgrímur Einar Guðbjartsson
Þröstur Brynjarsson
Elías Jón Guðjónsson
Auður Lílja Erlingsdóttir
Steinunn Rögnvaldsdóttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka