Höfundur Ösku Angelu látinn

Írsk-bandaríski rithöfundurinn Frank McCourt er látinn í New York. Banamein hans var heilahimnubólga en hann var nýverið greindur með húðkrabbamein. McCourt, sem var 78 ára gamall, en vakti mikla athygli fyrir bók sína Angela's Ashes (Aska Angelu), sem fjallar um uppvaxtarár hans í sárri fátækt á Írlandi.

McCourt fékk Pulitzer verðlaunin fyrir bókina sem kom út árið 1996 en kvikmynd byggð á bókinni var mjög vinsæl.

Samkvæmt frétt BBC fæddist McCourt í New York en flutti til Írlands með foreldrum sínum á tímum kreppunnar.

Hann sendi frá sér bókina Teacher Man árið 2005 og fjallar bókin um þau 30 ár sem hann starfaði sem kennari við hina ýmsu skóla í New York. Sagðist McCourt í bókinni hafa kennt um 33.000 tíma og einum 12.000 nemendum, jafnt í hefðbundnum dagskóla, sem sumarskóla og kvöldskóla. Hann kenndi útlendingum grunninn í ensku, bókmenntafræðinemum skapandi skrif og var ávítaður fyrir að gefa krökkum í verknámi hugmyndir „sem þau ættu ekki að hafa".

Frank McCourt
Frank McCourt Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka