Miðarnir rokseljast

Miðar á tónleika Jethro Thull í Háskólabíó þann 11. september næstkomandi rokseljast en um 600 miðar seldust fyrsta klukkutímann í morgun. Tæplega eitt þúsund miðar eru í boði og eru örfáir miðar eftir að sögn tónleikahaldara.

Ian Anderson, stofnandi og leiðtogi bresku rokksveitarinnar Jethro Tull, átti frumkvæði að tónleikunum og hyggst hann láta ágóðann renna til góðgerðarmála.

Anderson ætlar að bjóða íslensku tónlistarfólki að taka þátt í tónleikunum með sér en meðal þeirra má nefna söngkonuna Bryndísi Jakobsdóttur (Dísu).

Ian Anderson hefur ákveðið að taka með sér til Íslands þrjá liðsmenn Jethro Tull sem allir voru með á ógleymanlegum tónleikum sveitarinnar í Háskólabíói haustið 2007, hljómborðs- og dragspilsmanninn John O'Hara, bassaleikarann David Goodier og gítaristann Florian Opahle. Fimmti liðsmaðurinn verður trommarinn Mark Mondesir sem er tiltölulega nýlega farinn að spila með Tull og er í sveitinni á tónleikaferð hennar um heiminn á árinu 2009.

Upphitun verður í höndum Ragnheiðar Gröndal og þjóðlagasveitarinnar sem samanstendur af Hauki Gröndal, Guðmundi Péturssyni, Birgi Baldurssyni og Matthíasi M.D. Hemstock.

Á tónleikunum verða flutt gömul og ný lög Jethro Tull auk nokkura laga frá hinum íslensku gestum.

Allur ágóði af tónleikunum rennur til fjölskyldna Vildarbarna og Fjölskylduhjálpar Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar