Hamborgararisinn McDonalds hyggst bjóða kúm á sjö bæjum í Evrópu upp á vatnsrúm og fótaböð í hverri viku. Er þetta liður í herferð sem á að sýna fram á að keðjan hafi velferð dýra að leiðarljósi.
Ætlun McDonalds er að bjóða upp á sérhönnuð vatnsrúm og sérstakt fótabað í hverri viku fyrir hverja kú á bæjunum. Eru þetta bæir þar sem McDonalds fær kjöt fyrir vörur sínar.
Vatnsrúmunum er ætlað að leiða til betri svefns fyrir kýrnar og vonast er til að fótaböðin komi í veg fyrir að kýrnar fari að haltra. Takist þessi tilraun vel mun fleiri bændum í Evrópu verða boðin þátttaka í verkefninu.
Bóndinn Anton Stokman í Hollandi er eigandi einn bæjanna sem
tilraunaverkefnið nær til. „Það sem er gott fyrir dýrin er líka gott
fyrir bændurnar“, sagði hann aðspurður um verkefnið.