Kýrnar fá vatnsrúm og fótabað

mbl.is/Atli Vigfússon

Hamborgararisinn McDonalds hyggst bjóða kúm á sjö bæjum í Evrópu upp á vatnsrúm og fótaböð í hverri viku. Er þetta liður í herferð sem á að sýna fram á að keðjan hafi velferð dýra að leiðarljósi. 

Ætlun McDonalds er að bjóða upp á sérhönnuð vatnsrúm og sérstakt fótabað í hverri viku fyrir hverja kú á bæjunum. Eru þetta bæir þar sem McDonalds fær kjöt fyrir vörur sínar.

Vatnsrúmunum er ætlað að leiða til betri svefns fyrir kýrnar og vonast er til að fótaböðin komi í veg fyrir að kýrnar fari að haltra. Takist þessi tilraun vel mun fleiri bændum í Evrópu verða boðin þátttaka í verkefninu.

Bóndinn Anton Stokman í Hollandi er eigandi einn bæjanna sem tilraunaverkefnið nær til. „Það sem er gott fyrir dýrin er líka gott fyrir bændurnar“, sagði hann aðspurður um verkefnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka