Nafnatilviljun leiddi til trúlofunar

Facebook
Facebook

Bandarískt par sem ber sama sérnafn og föðurnafn, kynntist í gengum samskiptavefinn Facebook og er hjónaband næst á dagkránni.

Hinni tvítugu Kelly Katrina Hildebrandt, leiddist eitt aprílkvöldið í fyrra og ákvað að setja nafn sitt í leit á vefsíðunni Facebook. Upp kom eitt nafn, Kelly Carl Hildebrandt, 24 ára í Lubbock Texas og hún ákvað að senda honum skilaboð.

Kelly, en stúlkan er frá Miami á Florida, segist fullviss um atburðarásin hafi verið tímasett af Guði.

AP hefur eftir kærastanum Kelly, að fyrstu skilaboðin hafi verið: "Hæ. Við heitum sama nafni. Mér fannst það snilld." Honum fannst stúlkan álitleg en hafði áhyggjur af því að þau gætu verið skyld.

Eitt leiddi af öðru og áður en varði, voru þau í daglegum síma- og tölvusamskiptum. Strákurinn Kelly kolféll svo fyrir stúlkunni Kelly þegar hann heimsótti hana til í Flórída.

Í desember fann stúlkan svo trúlofunarhring í fjársjóðskistu, sem hann hafði falið á ströndinni. Strákurinn Kelly viðurkennir að honum hefði aldrei dottið í hug að þetta færi svona langt.

Gifting er ráðgerði í október og þau hafa heitið hvort öðru að ekkert barna þeirra komi til með að bera nafnið Kelly.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka